Umbreytandi 9D Breathwork Online Ferðalag

Let Go and Transform – The 9D Breathwork Reset Journey

Slepptu þyngslum fortíðarinnar og umbreyttu lífi þínu með krafti 9D öndunar.

Þetta djúpa og umbreytandi ferðalag styður þig í að losa spennu sem hefur setið í líkamanum, mæta tilfinningum sem hafa beðið eftir athygli, og opna fyrir meiri tengingu, léttleika og skýrleika innra með þér.

Þú ferð í gegnum ferðalagið heima hjá þér, á þínum hraða, með hlýja, örugga og skýra leiðsögn frá mér í hverri viku.
Þetta er ferð frá fjötrum til frelsis — frá gömlum mynstrum yfir í nýja möguleika.

Ég er tilbúin

Fyrir hvern er þetta ferðalag?

Þetta ferðalag er fyrir þig sem:

finnur að eitthvað innra með þér er tilbúið að losna – tilfinningar, mynstur eða spenna sem hafa haldið aftur af þér
vilt sleppa gömlu orku sem þú hefur borið of lengi
finnur að taugakerfið þitt þarf endurræsingu eftir álag, stress eða stöðuga virkni
þráir meiri skýrleika, ró og tengingu við líkamann, hjartað og innsæið
ert tilbúin(n) að stíga inn í næsta kafla lífsins með meira sjálfstrausti og innri frelsi
vilt gera djúpa innri vinnu heima hjá þér – á þínum hraða

Ferðalagið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa áður unnið með breathwork eða sjálfsþróun og vilja fara dýpra á öruggan, leiðbeindan hátt.

 


 

Hvað er 9D Breathwork?

9D Breathwork er djúp og umbreytandi öndunarreynsla sem sameinar:

• öfluga samfellda öndun
• marghliða hljóðhönnun (9 víddir hljóðs)
• undirmeðvitundarvinnu og tilfinningaúrvinnslu
• leiðandi raddferðalag

Þetta skapar öruggt rými þar sem líkaminn getur losað spennu, tilfinningar og gömul mynstur sem hafa setið í kerfinu — oft árum saman.

9D hjálpar þér að róa taugakerfið, tengjast þér á dýpri hátt og opna fyrir aukinn innri styrk, sjálfstraust og skýrleika.

Allt sem þú þarft eru heyrnartól, augnhvílur, rólegt rými — og vilja til að fara inn á við.


9D Breathwork ferðalögin opnast eitt og eitt í hverri viku, inni á heimasvæðinu þínu.
Þú fylgir prógramminu á þínum hraða — án mætinga, án pressu, alveg í takt við lífið þitt.

Þetta eru einstakar upplifanir sem leiða saman hug, líkama og sál.
Fullkomið fyrir alla sem vilja dýpka tengslin við sjálfan sig, auka vellíðan og efla lífsgæði sín.

 

Þetta er þinn tími til að líta inn á við — og virkja kraftinn sem býr nú þegar innra með þér.

Lesa skilmála

Ávinningar 9D Breathwork

 

9D Breathwork hefur áhrif á líkamann, hugann og taugakerfið á margvíslegan hátt — hér eru nokkrir algengir ávinningar sem þátttakendur upplifa.

 

🌿 Minnkar streitu og spennu
9D hjálpar taugakerfinu að róast og dregur úr álagi sem safnast upp í líkamanum.

🌬️ Losar tilfinningar sem hafa setið fast
Ferðalögin opna á djúpa tilfinningalosun og hjálpa þér að sleppa sársauka, ótta og gömlum mynstrum sem halda aftur af þér.

😌 Bætir líkamlega líðan
Margir upplifa betri svefn, minni spennu, aukna orku og jafnvel jákvæð áhrif á blóðsykur, hormónakerfið og líkamlega endurheimt.

Meiri fókus og skýrleiki
Þegar hugurinn fær að slaka, kemur fókusinn aftur — þú hugsar skýrar og finnur betur út úr því sem skiptir máli.

💛 Dýpri sjálfskunnátta
Þú kynnist innra landslaginu þínu betur og skilur af hverju þú bregst við eins og þú gerir — sem skapar meiri sjálfsvitund og innri styrk.

🔥 Umbreyting á gömlum viðhorfum og sögum
9D styður þig í að sleppa hugmyndum sem hafa haldið þér niðri og taka skref inn í frjálsari, heilli útgáfu af þér.

Síðustu ár hef ég einblínt mikið á innri sjálfsvinnu, hugarvinnu og tengingu við líkamann í gegnum sómatískar iðkanir, þar sem við lærum að hlusta á skilaboðin sem hann geymir.

Ég hef haldið rými fyrir 9D Breathwork í tæp tvö ár og kennt yin yoga í mun lengri tíma, ásamt því að styðja fólk í að byggja upp tengsl við sjálft sig og sinn innri heim. Það er ótrúlegt hvað getur breyst þegar við gefum okkur tíma til að hægja á, hlusta og mæta okkur af mýkt.

Ég trúi því að sönn heilsa og vellíðan komi ekki einungis frá lífsstíl, hreyfingu og mataræði.
Ef við berum með okkur óunna fortíð, erum aftengd líkamanum eða eigum erfitt með að treysta okkur sjálfum, þá verður erfitt að finna djúpa ró, jafnvægi og gleði.

Til að vera heil þurfum við að vinna með alla þætti okkar — líkamlega, tilfinningalega og andlega.

Í þessu námskeiði mun ég styðja þig meðfram 9D Breathwork ferðalaginu, hjálpa þér að kafa dýpra og leiða þig í gegnum það sem kemur upp.
Þú færð öruggt, nærandi og heiðarlegt rými þar sem þú getur sleppt því sem ekki þjónar þér lengur og stigið inn í þína eigin umbreytingu.

– Sara Barðdal

Ég er tilbúin

Þetta eru ekki hefðbundnir öndunartímar

9D Breathwork er djúp, marglaga innri upplifun sem sameinar líkama, huga og undirmeðvitund — á allt annan hátt en hefðbundin öndun.

Hvert ferðalag inniheldur:

🎧 9D Multi-Dimensional Sound Experience
Marghliða hljóðheimur sem vinnur djúpt með taugakerfið og tilfinningar.

🔊 Binaural Brain Entrainment & Isochronic Tones
Styður heilabylgjur í að fara í djúpa slökun, úrvinnslu og breytta meðvitundarástand.

🎼 Solfeggio Frequencies & 432Hz Harmonic Tuning
Hljóðtíðnir sem eru notaðar til endurstillingar, róarans og lækningartóns.

🌬️ Somatic Breathwork
Öndun sem styður líkamann í að losa spennu, tilfinningar og geymda orku.

🌀 Subliminal Hypnotic Therapy
Undirmeðvitundarvinnsla sem hjálpar til við að endurrita gömul mynstur og opna fyrir nýjan sannleika.

🗣️ Guided Coaching & NLP-rödd
Leiðsögn sem styður þig í gegnum ferðalagið, dýpkar ásetninginn og tryggir öryggi og flæði.

🔊 Bioacoustic Sound Effects
Hljóð sem virkja líkamsvitund og dýpka innri ferðalagið.

🌿 Stuðningur, eftirfylgni & rými fyrir þína vegferð

Í þessu ferðalagi færðu leiðsögn í hverri viku, þannig að þú vitir alltaf hvað næsta skref er og hvernig þú getur unnið með þemuna á þinn hátt.

Í hverri viku færðu:

Stutt myndband frá mér þar sem ég útskýri þema vikunnar, hvað þú getur átt von á og hvernig þú getur mætt þér í ferlinu

9D Breathwork ferðalag sem styður við þá innri vinnu sem hver vika snýst um

Spurningar og einfaldar æfingar sem hjálpa þér að skoða þemuna og tengja hana betur við þitt líf

Aðgang að heimasvæði með öllum ferðalögum, myndböndum og efni sem þú getur farið í hvenær sem þér hentar

💛 Þú getur alltaf sent mér tölvupóst ef þú þarft stuðning, speglun, spurningar eða rými til að vinna úr því sem kemur upp.


Ég les, spegla og styð þig í gegn

 

💻 Hvernig virkar ferlið?

🌟 Í hverri viku opnast nýtt 9D ferðalag inni á heimasvæðinu þínu — með video-leiðsögn frá mér, öndunarferðalaginu og spurningum til að vinna með.
🌟 Þú ræður hraðanum. Það er engin mæting og engir tímar sem þú þarft að ná — þú velur hvenær þú ferð í ferðalagið og hvernig þú vilt vinna með vikuna.
🌟 Allt er á einum stað á heimasvæðinu þínu.

🌟 Aðgangur að öllu efninu í 12 vikur. Þú getur annaðhvort fylgt vikulegu flæði eða farið í gegnum efnin á þínum hraða.
🌟 Ef eitthvað kemur upp — þú skrifar mér. Ég er þarna.

Þetta er rými þar sem þú færð að vinna djúpt — án pressu, með skýra og hlýja leiðsögn í gegnum hverja viku. 

Sólveig Friðriksd.

"Ég er alsæl með online 9D Breathwork námskeidið hjá Söru.

Persónulega þykir mér gott ad fara í gegnum svona ferdalag i mínu rými og Sara skapar góðan og öruggan ramma fyrir hópinn.

Ég mæli heilshugar med þessu námskeiði og finnst magnað hvað æfingarnar eru kröftugar og hvað þad losnar mikið í hverjum tíma. Það er eins og líkaminn léttist um mörg kíló í hvert sinn. Ég hef losað ýmislegt gamalt út úr kerfinu mínu, er öll léttari á sál og líkama og líður betur. Þetta er þad áhrifaríkasta sem ég hef fundið við að vinna úr gömlum áföllum"

Berglind Björk

,,Nú er komin vika síðan ég fór í fyrsta 9D öndunarferðalagið og ég er enn að upplifa þessa ró og þennan frið innra með mér sem ég fann strax eftir tímann. Þetta er hagnýt og öflug aðferð til þess að hreinlega uppfæra og endurforrita stýrikerfið okkar sem hefu safnað í sig lífshamlandi rusli í gegnum ævina. Sara Barðdal kynnir og heldur utan um ferðalagið af fagmennsku og hlýju. Hún hefur þægilega, róandi nærveru og reynslu af persónulegu mótlæti, róttækri sjálfsvinnu og vinnu með öðru fólki. Ég get því heilshugar mælt með 9D breathwork tímunum hjá Söru."

 

,,Takk fyrir mig! Þetta er búið að vera yndislegt, erfitt, gefandi, allskonar. Þetta hefur hjálpað mér að finna innri styrk til að takast á við mjög krefjandi persónulegt verkefni og ég hef náð að losa mig úr ,,hlekkjum,, sem hafa haldið mér niðri í marga marga mánuði (og ár...) þetta er vegferð sem mér finnst mér hafi bara verið send því ég átti að fara í hana er endalaust þakklát að hafa látið vaða ❤️❤️ takk enn og aftur fyrir mig"  

Ferðalagið þitt lítur svona út:

Það eina sem þú þarft eru góð noise-canceling heyrnatól, augnhvílur og þitt eigið rými þar sem þú getur farið inn á við.

✨ Ef þetta ferðalag kallar á þig — þá er ástæðan fyrir því

 

Ef þú hefur fundið fyrir því að eitthvað innra með þér sé tilbúið að breytast — þá er það ekki tilviljun að þú sért hér.

  • Kannski finnurðu að þú ert tilbúin/n að sleppa einhverju gömlu.
  • Kannski hefur líkaminn verið að biðja um rými, frið og tengingu.
  • Kannski ertu búin/n að vita lengi að tíminn er kominn.

9D Breathwork reset journey er rými þar sem þú getur loksins mætt þér — án pressu, án væntinga, á þínum hraða.


Ég leiði þig í gegnum hvert ferðalag með hlýju, skýrleika og öryggi, og þú færð allt sem þú þarft til að styðja þitt eigið innra ferli.

Þú þarft ekki að vita hvernig það mun breyta lífi þínu.
Þú þarft bara að finna hvort það kallar.


 

Skráðu þig á biðlista

Ef hjartað hvíslar „já“…
leyfðu þér að fylgja því.

Ég hlakka til að leiða þig inn á þessa vegferð. 💛

Staðgreiðsla fyrir 9 vikna 9D öndunarferðalag

 

 

Greiðsluskipting í tvennt

Reikningur verður sendur í heimabanka 2 x  23.500 kr.

Með því að fylla út eftirfarandi form ertu að skrá þig og samþykkja.

Harpa

,,9D Breathwork tíminn í gegnum zoom VÁ, þvílíka upplifunin, ég bjóst alls ekki við þessari þvílíku upplifun hvað þá í gegnum zoom, ég fann fyrir öllu lífi í líkamanum, kuldanum, hitanum, grét og var svo lifandi eins og allar frumur líkamans hefðu ákveðið að vakna. Orkan er tekin á nýtt level eftir þetta ferðalag. Ég hlakka strax til næsta tíma hjá Söru og 9D Breathwork þarf hver einstaklingur að upplifa til að finna hve gott og á hvaða máta þetta gerir fyrir mann. Takk fyrir mig"

Díana

,,Mín upplifun var mun betri en ég bjòst við þar sem ég hef prófað allskonar og aldrei náð þessari innri rò. Ég var stressuð fyrst, en var farin að lifa mig svo inní þetta og af svo mikill kyrrð og rò að à allra síðustu mínutunum var ég að sofna. Ég átti virkilega góða svefn nótt eftir þetta þar sem ég sef mjög illa. Bara takk elsku Sara þú ert mögnuð.