9D Breathwork ferðalög

 

9D BreathWork er byltingarkennd öndunarmeðferð þar sem notast er við Sómatíska öndun og nútíma hjóðtækni sem hjálpar þér að ná enn dýpra inn í undirheim meðvitundarinnar. 

Hún veitir þátttakendum tækifæri til að fara í gegnum djúpa sjálfskoðun, skoða ómeðvituð viðhorf og sögur sem eru að halda aftur af þeim, upplifa tilfinningalega losun og tengjast meiri þakklæti, krafti og gleði gagnvart lífinu og hefur reynst áhrifarík gegn streitu, kvíða og þunglyndi. 

Þessi meðferð nær þessu fram með framúrskarandi árangri með því að hægja á bylgjulengd heilans frá tíðnini 14-30 Hz (Beta) niður í lægri tíðni (Theta) tengd djúpslökun og svefn-tíðni heilans. Þannig fá þátttakendur aðgang að undirmeðvitundinni sinni og geta byrjað að losa sig úr fjötrum áfalla, endurbyggt dýpri skilning á sjálfum sér og skapað öflugri hugmyndir og viðhorf um lífið og eigið sjálf.

Þetta er einstakt ferðalag sem sameinar huga, líkama og sál, og eitthvað sem allir sem hafa áhuga á að bæta lífsgæðin sín og byggja sig upp verða að prófa og upplifa. 

Ávinningar 9D Breathwork

 

 • Minnkar áhrif streitu: 9D Öndun hjálpar við að stjórna og minnka streitu og stuðlað að betri líðan.
 • Tilfinningalosun: Þátttakendur geta losað um gamlan sársauka sem situr í líkamanum og veldur þjáningu og stöðnun á lífsorkunni. 
 • Líkamlegir ávinningar: Meðferðin hefur sýnt fram á góðan árangur í að létta á líkamlegum óþægindum, stuðlað að betri svefni, haft jákvæð áhrif á blóðsykurinn og kólesteról.
 • Skýrari fókus: Með því að róa hugann upplifa þátttakendur oft aukinn skýrleika og einbeitingu.
 • Dýpri sjálfskunnátta: Með því að kafa inn í undirmeðvitundina upplifa þátttakendur meiri skilning á sjálfinu og andlegan vöxt.
 • Sterkara hugarfar: Með uppbyggjandi leiddum ferðalögum fá þátttakendur tækifæri til að kveðja gömul viðhorf og sögur sem eru að halda aftur af þeim og stíga fyllilega inn í kraftinn sinn.

Þessi öndunaraðferð eða öndunarferðalag (Tranceformational Breath Journey ) notast við Somatic breathing en áhrif hennar er hámörkuð með viðbættri nútíma hljóðtækni sem býður upp á marga jákvæða eiginleika. Helst ber þar að nefna Binaural Brain Entrainment, Isochronic Brainwave Tones, Solfeggio Frequencies og 432Hz Harmonic Tuning. Notuð eru hágæða 9D vottuð heyrnatól.

Það sem gerir þessa meðferð einstaka m.a. er að henni fylgir leiðsögn sem er unnin með Neuro-linguistic programming (NLP) tækni til að hámarka ásetning ferðalagsins og árangur þess. Þessi ásetningur eða markmið ferðalagsins snýr að því að aðstoða þátttakendur að vinna úr ólíkum andlegum fjötrum sem eru að hrjá hann.

Ferðalög sem eru í boði eru m.a Trauma release, Integration & regeneration, Abundance, Letting go and forgive, Stress and Anxiety og Transcending fears ásamt fleiri ferðalögum. 

Þetta er ekki  hefðbundinn öndunartími

Ferðalagið inniheldur:

 • 9D Multi-Dimensional Sound Experience
 • Binaural Brain Entrainment
 • Isochronic Brainwave Tones
 • Solfeggio Frequencies
 • 432Hz Harmonic Tuning
 • Somatic Breathwork
 • Subliminal Hypnotic Therapy
 • Guided Coaching
 • Bioacoustic Sound Effects

Tryggðu þér sæti í næsta 9D breathwork ferðalag

 

Með því að staðfesta skráningu ertu að samþykkja skilmála.

Vinsamlegast hakaðu við að mótttaka pósta í greiðsluferlinu þannig að ég geti sent þér allar mikilvægar upplýsingar í tölvupósti.

 

Tímarnir eru á miðvikudögum milli 17:15-19:15 í Yogavitund, Garðatorgi. 

 

Hefurðu áhuga á einkaferðalagi eða sérstöku ferðalagi fyrir hópinn þinn?

Hafðu samband í gegnum [email protected] 

Lesa skilmála

Berglind Björk

,,Nú er komin vika síðan ég fór í fyrsta 9D öndunarferðalagið og ég er enn að upplifa þessa ró og þennan frið innra með mér sem ég fann strax eftir tímann. Þetta er hagnýt og öflug aðferð til þess að hreinlega uppfæra og endurforrita stýrikerfið okkar sem hefu safnað í sig lífshamlandi rusli í gegnum ævina. Sara Barðdal kynnir og heldur utan um ferðalagið af fagmennsku og hlýju. Hún hefur þægilega, róandi nærveru og reynslu af persónulegu mótlæti, róttækri sjálfsvinnu og vinnu með öðru fólki. Ég get því heilshugar mælt með 9D breathwork tímunum hjá Söru."

Eiríkur Jónsson

,,Elsku Sara Barðdal. Vá hvað ég er þakklátur eftir tíman. Þvílík upplifun. Eiginlega orðlaus. Ég hafði ekki trúað því hvað þetta hafði hefði mikil áhrif á líkama og sál. Það var svo gott að finna fyrir hitanum og kuldanum streyma um líkamann, eins með lífsorkuna. Ég mæli svo með þessum tímum hjá Söru og mun sjálfur mæta aftur"

Eva Bryngeirs

,,Ég hvet alla til að prufa að fara í 9D Breathwork hjá Söru til að öðlast betri tengingu við sjálfan sig. Ég fór á djúpt ferðalag með miklum tilfinningatengslum sem gáfu mér alla flóruna og hjálpuðu mér að sleppa tökum á hlutum sem eg hafði sleppt í huganum með hugsun áður en þarna upplifði ég full body losun. Það var yndislegt að fara á dýptina, leyfa sér að finna og sleppa! Mæta svo tilbaka í fullum kærleik."

Aðeins 12 pláss laus í hvert ferðalag

Abundance

Hvernig er sambandið þitt við allsnægtir?

Þetta ferðalag hjálpar þér að yfirstíga hindranir varðandi skort hugsanir um peninga og eigið virði. Ferðalagið hjálpar þér við að tengjast inn á meiri velmegun og kalla inn gnægð (e. Abundance) á öllum sviðum lífsins. Þetta er virkilega valdeflandi ferðalag sem skilur eftir sig mikla jákvæðni, trú á sjálfan sig og ótakmörkuðum möguleikum lífsins.

Losaðu þig undan gömlum forritum og hindrunum sem standa í vegi fyrir velmegun, fjárhagslegum og almennt í lífinu. Þetta ferðalag hjálpar þér að umbreyta hugarfarinu þínu og skapa auðugara líf. Þú kallar það inn sem þú ert og þetta ferðalag styður þig í að tengjast inn á hærra svið til þess að laða að þér tækifæri og það sem þú vilt skapa í þessu lífi, með auknu sjálfstrausti og trú á sjálfa/n þig.

 

Reconnecting to the inner child

Grunn trúarkerfin okkar skapast á fyrstu 7 árum lífs okkar. Þó það hafi ekki verið með nein áberandi áföll þá er líklegt að við höfum átt augnablik þar sem okkur fannst við ekki séð, að ekki væri á okkur hlustað eða við ekki elskuð.

Öll erum við með innra barn, saklausa sál litaða af fyrri reynslu, grunnurinn á öllu trúarkerfinu okkar og hegðunarmynstri.

Þessi ferð er kjörin fyrir þá sem vilja tengjast innra barninu sínu og endurskrifa söguna sína og heilað parta innra með sér.  Þessi ferð er djúp og fyrir þá sem eru tilbúnir að skoða þá hluta sjálfsins sem þeir gætu hafa yfirgefið og skilið eftir í skugganum. Þátttakendur munu koma úr ferðinni með tilfinningu um djúpa tengingu við sig, endurnýjað sjónarhorn á sjálfsmynd sína, lífið og dýpri ást til sín.

Hversu tilbúin ertu til þess að heila barnæskuna?  

 

Full reset

Þetta ferðalag hentar sérstaklega vel fyrir einstaklinga sem finna fyrir þreytu og örmögnun og eru tilbúin að endurnýja tilveru sína og skapa nýtt upphaf. Ferðalagið er athvarf fyrir þá sem glíma við byrðar fortíðaratburða, neikvæðar tilfinningar, dóm gagnvart sjálfum sér eða öðrum. Ferðalagið hjálpar þér að grafa dýpra eftir merkingu og stefnu í lífinu og býður þér uppá tækifæri til að enduruppgötva og kveikja aftur tengsl við þitt sanna sjálf.

Undirbúðu þig fyrir fulla endurstillingu og frelsaðu þig frá byrgðum fortíðar sem koma í veg fyrir vellíðan, gleði og innra frelsi. Þessi ferð styður við þinn innri vöxt og bætir sambandið þitt við þig.

 

 

Ég hlakka til að taka á móti þér í YogaVitund, Garðatorgi og skapa öruggt rými fyrir þig að mæta með þig alla/nn.

 

ATH: Þessi viðburður er ákafur öndunar - og heilunartími, vinsamlegast láttu mig vita ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi sjúkdómum eða kvillum.

 •  Flogaveiki (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar)
 •  Meðganga (ekki mælt með fyrir þungaðar konur)
 •  Taugaáfall / Kvíðaköst (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar)
 •  Saga um hjarta- og æðasjúkdóma (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar, vinsamlegast talaðu við þinn lækni áður)
 •  Lungnasjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar)
 •  Alvarlegan geðsjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar)
 •  Beinþynning (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar)
 •  Heilablóðfall, flog eða annan taugasjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar, vinsamlegast talaðu við þinn lækni áður)

Online tímar á zoom:

Sendu mér tölvupóst á [email protected] ef þú hefur áhuga á online ferðalagi. 

Harpa

,,9D Breathwork tíminn í gegnum zoom VÁ, þvílíka upplifunin, ég bjóst alls ekki við þessari þvílíku upplifun hvað þá í gegnum zoom, ég fann fyrir öllu lífi í líkamanum, kuldanum, hitanum, grét og var svo lifandi eins og allar frumur líkamans hefðu ákveðið að vakna. Orkan er tekin á nýtt level eftir þetta ferðalag. Ég hlakka strax til næsta tíma hjá Söru og 9D Breathwork þarf hver einstaklingur að upplifa til að finna hve gott og á hvaða máta þetta gerir fyrir mann. Takk fyrir mig"