9D Breathwork ferðalög

 

9D BreathWork er byltingarkennd öndunarmeðferð þar sem notast er við Sómatíska öndun og nútíma hjóðtækni sem hjálpar þér að ná enn dýpra inn í undirheim meðvitundarinnar. 

Hún veitir þátttakendum tækifæri til að fara í gegnum djúpa sjálfskoðun, skoða ómeðvituð viðhorf og sögur sem eru að halda aftur af þeim, upplifa tilfinningalega losun og tengjast meiri þakklæti, krafti og gleði gagnvart lífinu og hefur reynst áhrifarík gegn streitu, kvíða og þunglyndi. 

Þessi meðferð nær þessu fram með framúrskarandi árangri með því að hægja á bylgjulengd heilans frá tíðnini 14-30 Hz (Beta) niður í lægri tíðni (Theta) tengd djúpslökun og svefn-tíðni heilans. Þannig fá þátttakendur aðgang að undirmeðvitundinni sinni og geta byrjað að losa sig úr fjötrum áfalla, endurbyggt dýpri skilning á sjálfum sér og skapað öflugri hugmyndir og viðhorf um lífið og eigið sjálf.

Þetta er einstakt ferðalag sem sameinar huga, líkama og sál, og eitthvað sem allir sem hafa áhuga á að bæta lífsgæðin sín og byggja sig upp verða að prófa og upplifa. 

Bóka tíma

Ávinningar 9D Breathwork

 

  • Minnkar áhrif streitu: 9D Öndun hjálpar við að stjórna og minnka streitu og stuðlað að betri líðan.
  • Tilfinningalosun: Þátttakendur geta losað um gamlan sársauka sem situr í líkamanum og veldur þjáningu og stöðnun á lífsorkunni. 
  • Líkamlegir ávinningar: Meðferðin hefur sýnt fram á góðan árangur í að létta á líkamlegum óþægindum, stuðlað að betri svefni, haft jákvæð áhrif á blóðsykurinn og kólesteról.
  • Skýrari fókus: Með því að róa hugann upplifa þátttakendur oft aukinn skýrleika og einbeitingu.
  • Dýpri sjálfskunnátta: Með því að kafa inn í undirmeðvitundina upplifa þátttakendur meiri skilning á sjálfinu og andlegan vöxt.
  • Sterkara hugarfar: Með uppbyggjandi leiddum ferðalögum fá þátttakendur tækifæri til að kveðja gömul viðhorf og sögur sem eru að halda aftur af þeim og stíga fyllilega inn í kraftinn sinn.

Þessi öndunaraðferð eða öndunarferðalag (Tranceformational Breath Journey ) notast við Somatic breathing en áhrif hennar er hámörkuð með viðbættri nútíma hljóðtækni sem býður upp á marga jákvæða eiginleika. Helst ber þar að nefna Binaural Brain Entrainment, Isochronic Brainwave Tones, Solfeggio Frequencies og 432Hz Harmonic Tuning. Notuð eru hágæða 9D vottuð heyrnatól.

Það sem gerir þessa meðferð einstaka m.a. er að henni fylgir leiðsögn sem er unnin með Neuro-linguistic programming (NLP) tækni til að hámarka ásetning ferðalagsins og árangur þess. Þessi ásetningur eða markmið ferðalagsins snýr að því að aðstoða þátttakendur að vinna úr ólíkum andlegum fjötrum sem eru að hrjá hann.

Ferðalög sem eru í boði eru m.a Trauma release, Integration & regeneration, Abundance, Letting go and forgive, Stress and Anxiety og Transcending fears ásamt fleiri ferðalögum. 

Þetta er ekki  hefðbundinn öndunartími

Ferðalagið inniheldur:

  • 9D Multi-Dimensional Sound Experience
  • Binaural Brain Entrainment
  • Isochronic Brainwave Tones
  • Solfeggio Frequencies
  • 432Hz Harmonic Tuning
  • Somatic Breathwork
  • Subliminal Hypnotic Therapy
  • Guided Coaching
  • Bioacoustic Sound Effects

Tryggðu þér sæti í næsta 9D breathwork ferðalag

 

Með því að staðfesta skráningu ertu að samþykkja skilmála.

Vinsamlegast hakaðu við að mótttaka pósta í greiðsluferlinu þannig að ég geti sent þér allar mikilvægar upplýsingar í tölvupósti. 

Tímarnir eru haldnir í Leiðin Heim heilunarsetri, Laugarvegi 178.

 

Hefurðu áhuga á einkaferðalagi eða sérstöku ferðalagi fyrir hópinn þinn?

Hafðu samband í gegnum [email protected] 

Lesa skilmála

Berglind Björk

,,Nú er komin vika síðan ég fór í fyrsta 9D öndunarferðalagið og ég er enn að upplifa þessa ró og þennan frið innra með mér sem ég fann strax eftir tímann. Þetta er hagnýt og öflug aðferð til þess að hreinlega uppfæra og endurforrita stýrikerfið okkar sem hefu safnað í sig lífshamlandi rusli í gegnum ævina. Sara Barðdal kynnir og heldur utan um ferðalagið af fagmennsku og hlýju. Hún hefur þægilega, róandi nærveru og reynslu af persónulegu mótlæti, róttækri sjálfsvinnu og vinnu með öðru fólki. Ég get því heilshugar mælt með 9D breathwork tímunum hjá Söru."

Eiríkur Jónsson

,,Elsku Sara Barðdal. Vá hvað ég er þakklátur eftir tíman. Þvílík upplifun. Eiginlega orðlaus. Ég hafði ekki trúað því hvað þetta hafði hefði mikil áhrif á líkama og sál. Það var svo gott að finna fyrir hitanum og kuldanum streyma um líkamann, eins með lífsorkuna. Ég mæli svo með þessum tímum hjá Söru og mun sjálfur mæta aftur"

Eva Bryngeirs

,,Ég hvet alla til að prufa að fara í 9D Breathwork hjá Söru til að öðlast betri tengingu við sjálfan sig. Ég fór á djúpt ferðalag með miklum tilfinningatengslum sem gáfu mér alla flóruna og hjálpuðu mér að sleppa tökum á hlutum sem eg hafði sleppt í huganum með hugsun áður en þarna upplifði ég full body losun. Það var yndislegt að fara á dýptina, leyfa sér að finna og sleppa! Mæta svo tilbaka í fullum kærleik."

Næstu 9D breathwork ferðalög:

 

Psss... Mundu eftir að setja netfangið þitt inn með skráningu svo þú fáir nánari upplýsingar sendar í tölvupósti. 

Full Reset

Þetta ferðalag hentar sérstaklega vel fyrir einstaklinga sem finna fyrir þreytu og örmögnun og eru tilbúin að endurnýja tilveru sína og skapa nýtt upphaf. Ferðalagið er athvarf fyrir þá sem glíma við byrðar fortíðaratburða, neikvæðar tilfinningar, dóm gagnvart sjálfum sér eða öðrum. Ferðalagið hjálpar þér að grafa dýpra eftir merkingu og stefnu í lífinu og býður þér uppá tækifæri til að enduruppgötva og kveikja aftur tengsl við þitt sanna sjálf.

Undirbúðu þig fyrir fulla endurstillingu og frelsaðu þig frá byrgðum fortíðar sem koma í veg fyrir vellíðan, gleði og innra frelsi. Þessi ferð styður við þinn innri vöxt og bætir sambandið þitt við þig.

Þetta ferðalag hjálpar þér að:
💥 Losa um spennu, bæði líkamlega og tilfinningalega
🌀 Endurstilla huga og taugakerfi
🌱 Efla sjálfsást, fyrirgefningu og innri ró
🔥 Endurvekja kraft, tilgang og tengingu
💫 Opna á nýjan kafla í lífinu – með styrk, friði og skýrleika í fyrsta sæti

Full Reset er fyrir þá sem eru tilbúnir að mæta sjálfum sér af hugrekki og fara í innra ferðalag.

 

Tíminn verður haldinn í Leiðin Heim, heilunarsetri, Laugarvegi 178 - kl 20:00 

 

9DMT

9DMT er byltingarkennd 9D öndunarferð sem sameinar forna sjamaníska visku við nútímalega, marghliða hljóðhönnun, knúin áfram með þinni eigin öndun.

Þetta er fyrir þá sem eru tilbúnir að horfast í augu við sjálfa sig, losa tilfinningalega byrði, tengjast innra barni sínu og ferðast í gegnum dauða egósins inn í andlega endurfæðingu. Þetta ferðalag býður upp á jarðbundna, öfluga og örugga leið til að víkka meðvitundina.

Ferðalagið var búið til í Temazcal Seremoníu í Argentínu. En Temezcal er fornt sweat lodge (gufuhof) sem er notað til hreinsunar, bænar og endurfæðingar. Venjulega eru engar upptökur leyfðar, en shamaninn gerði undantekningu og leyfði upptökur á þessu einstaka ferðalagi. Shamaninn talar einnig inn á upptökuna og kemur með transmission ásamt kvenrödd sem miðlar hráum vibrational skilaboðum.

Öndunartæknin sem notuð er kallast aðlöguð DMT-öndun — hraðari og dýpri útgáfa af hringöndun sem margir kannast við. Hún virkjar heilaköngulinn, opnar inn á breytt ástand sem líkir við áhrifum náttúrulega efnisins N,N-Dimethyltryptamine.

Hæsti punktur ferðarinnar — „DMT-fasi“ okkar — inniheldur hljóðmynd sem var hönnuð til að endurskapa það sem margir heyra eftir að hafa reykt DMT. Hugsaðu þér geimhljóð, tímalausa áferð og hljóðgáttir sem draga þig langt út fyrir línulega veruleikann.

Algengir ávinningar:

🌀 Upplausn egós – Mýktu sjálfsmynd þína og upplifðu frelsið í formleysi.
🧠 Virkjun ofskynjunarástands – Ferðastu inn í breytta meðvitund án utanaðkomandi efna.
👶 Heilun innra barns – Tengstu aftur við saklausa, ósnortna hluta þíns sjálfs.
🔥 Tilfinningalosun – Losaðu um áföll, sorg, reiði í öruggu og heilögu rými.
🌬️ Orku-endurfæðing – Komdu endurfædd/ur til baka — skýrari, léttari og nær þínum eigin sannleika.

Þetta er fyrsta 9D öndunarferðalagið sem hefur verið tekin upp innan í hefðbundinni Temazcal-seremóníu — djúp heilög athöfn sem sjaldan er opnuð fyrir utanaðkomandi, hvað þá upptökubúnað. Hún inniheldur lifandi sjamanraddir, miðlaða söngva og hljóðhönnun sem miðar að því að endurskapa marghliða reynslu DMT — án efna.

9DMT er risastórt skref í átt að meðvitaðri heilun.

 

Tíminn verður haldinn í Leiðin Heim, heilunarsetri, Laugarvegi 178 - kl 18:00 (ath ný tímasetning)

 

 

Við hlökkum til að taka á móti þér í Leiðin heim, heilunarsetri, Laugarvegi 178, 3 hæð. 

 

ATH: Þessi viðburður er ákafur öndunar - og heilunartími, vinsamlegast láttu mig vita ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi sjúkdómum eða kvillum.

  •  Flogaveiki (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar)
  •  Meðganga (ekki mælt með fyrir þungaðar konur)
  •  Taugaáfall / Kvíðaköst (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar)
  •  Saga um hjarta- og æðasjúkdóma (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar, vinsamlegast talaðu við þinn lækni áður)
  •  Lungnasjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar)
  •  Alvarlegan geðsjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar)
  •  Beinþynning (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar)
  •  Heilablóðfall, flog eða annan taugasjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar, vinsamlegast talaðu við þinn lækni áður)

Online tímar á zoom

 

Fáðu að upplifa 9D breathwork ferðalögin í þægindunum heima hjá þér. Eftirfarandi hádegistímar eru í boði sem fókusa á að ná taugakerfinu niður í rest and digest, og er gott fyrir þá sem eru að glíma við streitu, kulnun eða ójafnvægi, eða þá sem hafa áhuga á persónulegum vexti og heilun. 

Notaðu öndun og hljóðtækni til að ná betri tengingu við þig, komast í djúpslökun, ró og finna innri frið. 

Það eina sem þú þarft eru góð heyrnatól, augnhvílur og frið heima hjá þér til þess að fara inn á við. 

Allar upplýsingar verða sendar til þín í gegnum netfang fyrir tímann, þannig mundu eftir að setja netfangið þitt inn við skráningu.

Sendu mér tölvupóst á [email protected] ef þú hefur áhuga á online ferðalagi. 

Harpa

,,9D Breathwork tíminn í gegnum zoom VÁ, þvílíka upplifunin, ég bjóst alls ekki við þessari þvílíku upplifun hvað þá í gegnum zoom, ég fann fyrir öllu lífi í líkamanum, kuldanum, hitanum, grét og var svo lifandi eins og allar frumur líkamans hefðu ákveðið að vakna. Orkan er tekin á nýtt level eftir þetta ferðalag. Ég hlakka strax til næsta tíma hjá Söru og 9D Breathwork þarf hver einstaklingur að upplifa til að finna hve gott og á hvaða máta þetta gerir fyrir mann. Takk fyrir mig"