Vinsamlegast lestu yfir skilmála við þátttökuna þína í 9D breathwork tímana áður en þú bókar. 

Ath: með því að klára skráningu ertu að lýsa yfir að þú skiljir og samþykkir eftirfarandi skilmála:

Við sem höldum 9D Breathworking tímana forgangsröðum öryggi og vellíðan allra þátttakenda okkar, og sem hluti af skuldbindingu okkar til að tryggja öruggt umhverfi, krefjumst við að þessi skaðleysisyfirlýsing sé lesin, skilin og samþykkt. Við þurfum að hugsa um hag hópsins í heild sinni og því þurfa allir sem mæta að geta mætt í góðri trú og trausti.

 

9D Breathworking öndunartími gæti ekki verið hentugur fyrir þig ef eitthvað af þessu á við um þig:

 

Hjarta- og æðavandamál, óeðlilegan háþrýsting, æðahnúta, hefur fengið flogaveiki og krampaköst, ert á sterkri lyfjagjöf, geðræn einkenni sérstaklega geðklofi eða ofsóknaræði, ert með geðsjúkdóm sem er ekki í meðferð eða skortir viðeigandi stuðning, geðhvarfasýki, beinþynningu, nýlega verið í læknisfræðilegri aðgerð, ert með gláku eða ert þunguð. 

 

Fólk með astma ætti að hafa með sér eigin astmalyf í tímana ef þau eru á slíkum lyfjum og ráðfæra sig við lækninn sinn og leiðbeinanda öndunartímans áður en tekið er þátt í tímunum.

 

Athugið, þessi listi er ekki tæmandi og við ráðleggjum almennt að ef þú hefur spurningar um ástand sem þú gætir haft sem er ekki talið hér, leitaðu ráða hjá lækni áður en þú tekur þátt í þessum öndunartímum.

 

Ég lýsi því yfir og staðfesti að ég sé í góðu líkamlegu, andlegu, sálfræðilegu og tilfinningalegu heilbrigði, og ég skil og lýsi því yfir að ef ég er ekki í góðu heilbrigði verður mér ekki leyft að taka þátt í athöfninni og tímunum. Ég lýsi því yfir að ég er fær um að taka þátt með góðri samvisku hafandi lesið textann hér að ofan.

 

Samkvæmt því telst yfirlýsingin og vottunin um að ég sé í góðu heilbrigði á öllum framangreindum sviðum er þessi yfirlýsing því samkomulag trausts til að leyfa mér að taka þátt í 9D Breathwork öndunartímum.

 

Ég veit og viðurkenni að sá sem leiðir er ekki læknir eða geðlæknir, né annarskonar sérfræðingur í heilbrigðisþjónustu, og að boðin athöfn er ekki ætluð til að meðhöndla og greina sérstök læknisfræðileg ástand, hvort sem er líkamlegt, sálfræðilegt eða tilfinningalegt.

 

Ég tek þátt í þessum athöfnum sjálfviljug/ur vel vitandi um áhættur og afleiðingar og samþykki að axla allar afleiðingar, þekktar eða óþekktar.

 

Ég leysi þann sem leiðir og tekur ábyrgð á tímanum frá öllum ábyrgðum, kostnaði og tjónum sem kunna að stafa af þátttöku minni í framangreindri athöfn.

 

Með samþykki mínu viðurkenni ég að hafa lesið ofangreinda viðvörun og samþykki að halda áfram með fullri eigin ábyrgð, og skil að ég hef afsalað mér ákveðnum réttindum með því að skrá mig í tímann af frjálsum vilja án nokkurrar ytri áhrifa og með því lýst yfir samþykki mínu á þessari skaðleysisyfirlýsingu.

Varðandi breytingar og afbókun: 

 

Þar sem það eru aðeins 12 sæti laus í hvern tíma er ekki hægt að afbóka samdægurs eða rétt fyrir tíman og fá endurgreiðslu. Ef eitthvað kemur uppá getur þú gefið öðrum eða selt þitt sæti sjálf/ur. Ef fyrirvarinn er lengri en 24 klst, getur þú átt tímann þinn inni og mætt í næsta lausa tíma í staðinn.