Hversu lifandi vilt þú vera?


„Þetta byrjar allt innra með þér.“ - Sara Barðdal

Hversu lifandi vilt þú vera?

„Ég trúi því að líf sem er lifað með orku, sjálfsumhyggju og sjálfást er líf sem er vel lifað.“ - Sara Barðdal

Námskeið og tímar

 

 

9D breathwork


9D Breathwork er byltingarkennd öndunarmeðferð þar sem notast er við Sómatíska öndun og nútíma hjóðtækni sem hjálpar þér að ná enn dýpra inn í undirheim meðvitundarinnar.

 

Skoða tíma

 

Yin YogaÉg er leita að fólki sem er tilbúið að fara í innra ferðalag í gegnum orkustöðvarnar þar sem við tengjumst okkur sjálfum enn betur í gegnum yin yoga, öndun og hugleiðslu. 

 

Skoða námskeið

 

Ókeypis hugleiðslurHugleiðsla er frábært tól til að upplifa meira jafnvægi, innri frið og takast á við krefjandi aðstæður.

 

Prófa hugleiðslur

Vertu með!


Mín reynsla segir mér að það sé ekki nóg að horfa einungis á hreyfingu og mataræði þegar kemur að því að skapa heilbrigðan lífsstíl, heldur þurfum við að kafa dýpra, við þurfum að skoða gömul sár frá barnæsku, skoða hugsunarmunstur og eigin viðhorf og virkilega vera tilbúnar að gera vinnuna 360 gráður um kring. Ef við erum ekki tilbúnar til þess er ólíklegt að við upplifum langtíma breytinguna sem við viljum sjá í lífinu okkar.

 

„Mitt markmið er að hjálpa þér að finna nákvæmlega það út. Finna kraftinn og trúna á sjálfa þig og upplifa þannig þitt draumalíf, lífið sem þú áttir alltaf að lifa.“ 

Hver er Sara?


Ég heiti Sara Barðdal og ástríðan mín liggur í því að hjálpa fólki í átt að heilbrigðara og hamingjusamara lífi. Ég brenn fyrir að styðja við einstaklinga umbreyta og taka stjórn á lífinu sínu.
Ég sérhæfi mig í að styðja við konur draga úr streitu og hægja á, endurtengjast sjálfri sér og finna betra innra jafnvægi.
Í gegnum árin hef ég aflað mér fjölbreyttrar menntunar sem endurspeglar ástríðu mína fyrir andlegri og líkamlegri heilsu, ásamt tengingu við kynveruna og lífsorkuna sem við búum öll yfir.

Ég er ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfari, yin jógakennari, jógakennari, kundalini activation facilitator, Somatic sexologist og 9D breathwork facilitator.

Ég veit hve erfitt getur verið að finna jafnvægi í lífinu, sérstaklega þegar maður fer í gegnum breytingar, lendir í áföllum eða hefur lifað lengi við langtíma streitu.

Ég vil styðja við þig með tólum, iðkunum og námskeiðum sem hjálpa þér að hægja á, tengjast innra sjálfinu, auka orkuna þína, kraftinn og ánægju.

Ef þú vilt kynna þér betur það sem ég býð upp á, mæli ég með að skoða námskeiðin sem ég býð upp á á heimasíðunni minni. Einnig getur þú haft samband við mig í gegnum netfangið [email protected] ef þú hefur einhverjar spurningar.

Hver ert þú?


Mitt markmið er að hjálpa þér að finna nákvæmlega það út. Finna kraftinn og trúna á sjálfa þig og upplifa þannig þitt draumalíf, lífið sem þú áttir alltaf að lifa.

 

Mitt mottó er heilbrigð sál í heilbrigðum líkama og ef þú hefur áhuga á að kynnast mér betur hvet ég þig til að lesa áfram og taka þátt í heilsu samfélaginu. Þú getur gert það með skráningu á póstlista hjá mér eða með því að sækja um þjónustuna sem er í boði hér á síðunni. 

Hafdís

,,Ég get bara sagt vá! Eftir tímann gat ég farið út í rigninguna og losað margar tilfinningar sem hafa setið fastar lengi. Yin jòga hentar mér svo vel því stöðunum er haldið í langan tíma, þá kemst maður dýpra og þær virka svo mikið betur og svo slökunin eftir tíma er svo heilandi. Þessi tegund af jóga og nærvera Söru gerði svo mikið fyrir mig. Takk fyrir mig"

Guðný

,,Sara hefur svo góða nærveru að það er ekki annað hægt en að slaka á í tímunum hjá henni. Stoppar í stöðunum og maður fær að finna sig áður en farið er í næstu stöðu. Sefandi rödd hennar hefur svo þau áhrif að maður nær dásamlegri slökun í lok tímans."