🌙 Sacred Rest 🌙 Slökunarkvöld
2 klst. ritual af Yin Yoga, 9D Breathwork og djúpri hvíld
Í Leiðin Heim - heilunarsetri - Laugarvegi 178
✨ Gefðu þér kvöld sem nærir líkama, hug og sál
Daglegt amstur, hraði og álag geta valdið því að við gleymum okkur sjálfum. Stress, spenna og kvíði safnast upp í líkamanum – og við fáum lítið rými til að hvílast og hlaða okkur.
Sacred Rest – Slökunarkvöld eru hönnuð til að gefa þér þetta rými.
Í tvær klukkustundir leiði ég þig í gegnum blöndu af Yin Yoga, slakandi 9D Breathwork og mjúkri snertingu sem hjálpa þér að sleppa takinu, róa hugann og næra taugakerfið.
Þetta er athöfn sem gefur þér leyfi til að gera ekki neitt – nema anda, slaka og vera.
🧘♀️ Yin yoga
Mjúk og slakandi hreyfing til að losa spennu og örva orku
🌬️ Slakandi 9D öndunarferðalag
Umbreytandi og slakandi innra ferðalag með hljóðtækni, öndun og dýpri tengingu
🧠 Hugleiðsla
Stutt og öflug leið til að styrkja núvitund og innri frið
Hvað bíður þín?
🌿 Yin Yoga – mildar og kyrrar stöður sem opna líkamann, leysa spennu og undirbúa þig fyrir djúpa slökun.
💨 9D Breathwork – öndunarferðalag sem losar streitu, kvíða og innri spennu, styrkir taugakerfið og leiðir þig inn í kyrrð.
🤲 Mild snerting á meðan á öndunarferðalaginu stendur, til að styðja þig í að sleppa enn dýpra og upplifa öryggi í líkamanum.
✨ Sacred Rest Space og hugleiðsla – nærandi umhverfi þar sem þú þarft ekki að gera neitt – aðeins að mæta og leyfa þér að vera.
"
Í febrúar sl. var ég komin á mjög slæman stað þegar mér var bent á 9D breathwork og fór þá í einkatíma hjá Söru, en sá tími breytti lífi mínu meira en allar aðrar meðferðir og lyf sem ég hafði prófað áður.
"
Upplifunin mín af námskeiðinu hefur verið mjög góð. Mér finnst ég tengjast líkama mínum betur og hlusta meira á hann auk þess að finna betur hvaða stöð er í ójafnvægi. Tímarnir eru róandi og nærandi, og veita manni þannig kærkomna slökun og sjálfsást í amstri dagsins. - Þóra
"
,,Mín upplifun hefur verið yndisleg, mér líður ótrúlega vel í tímunum og hlakka til alla vikuna að koma til þín. Mér finnst ákveðin ró hafa komið yfir mig sem er kærkomin. Mikið í gangi hjá mér og þetta hefur virkilega hjálpað mér. Það er mjög gott að hlusta á þig og þú hefur nærveru sem lætur manni líða vel. Ég er endurnærð eftir hvern tíma og núna er ég farin að kvíða því þegar námskeiðinu lýkur.“
Yin yoga þátttakandi
"
Upplifunin mín hefur verið alveg einstök. Finnst eins og ég hafi náð að tengjast sjálfri mér á ný þar sem ég hef upplifað vissa fjarlægð frá sjálfinu vegna amsturs. Tímarnir veita mér ró og svigrúm til þessa, og ég bíð einfaldlega eftir næsta tíma. Þetta er minn tími og mér finnst eins og þetta sé gjöf frá mér til mín að sækja tímana.
Mér finnst ég upplifa nærumhverfið mitt betur og finnst ég vera í betri jafnvægi. Þessi ró og vellíðunartilfinning sem maður upplifir í tímunum er það besta - Edith
Tryggðu þér sæti
Gefðu þér Sacred Rest
Þetta er ekki bara tími – þetta er ritual, athöfn og kærleiksgjöf til þín sjálfrar/sjálfs.
Rými þar sem þú mátt sleppa takinu, hvílast og næra þig á dýpri hátt.
Tíminn er haldin í Leiðin Heim heilunarsetri, 3 hæð, Laugarvegi 178, frá kl 18:00-20:00
🌬️ Stress & Anxiety – Ferðalag inn í frið og jafnvægi
Þetta ferðalag er fyrir þig sem finnur fyrir streitu, spennu eða kvíða í daglegu lífi – hvort sem það birtist í líkamanum, huganum eða tilfinningunum.
Ef þú hefur verið á mikilli ferð, átt erfitt með að slaka eða ert einfaldlega tilbúin/n að létta á innra álagi, þá er þetta ferðalag fyrir þig.
✨ Lýsing
Stress & Anxiety er djúp 9D öndunarupplifun sem hjálpar þér að losa upp streitu og kvíða, róa taugakerfið og finna innri frið.
Ferðalagið leiðir þig í gegnum öndun, hljóð og undirmeðvitundarvinnu sem styður við að sleppa uppsafnaðri orku og skapa meira rými fyrir ró, skýrleika og léttleika.
Í ferðalaginu geturðu upplifað:
🌿 Ró og slökun í líkama og huga
🌬️ Losun spennu, kvíða og álags
💛 Meiri jarðtengingu og öryggistilfinningu
🧠 Skýrari hugsun og léttari hjartaorku
🌱 Nýtt jafnvægi og frið innra með þér
Þetta ferðalag hjálpar þér að slaka, sleppa og koma líkamanum aftur í náttúrulegt jafnvægi — svo þú getir mætt lífinu með meiri ró, styrk og nærveru.